Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Bethan Popel (35/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Access og hafa aðeins takmarkaðan spilarétt; þær voru allar á samtals 1 undir pari, 359 höggum, hver.

Þetta eru þær: Kiran Matharu (72 70 69 74); Bethan Popel (73 72 68 72) og Louise Larson (71 74 69 69)

Bethan Popel fæddist 19. júlí 1995 í Bristol á Englandi og er því 21 árs.

Bethan er í Long Ashton golfklúbbnum á Englandi og hún segir Martin Kaymer vera uppáhaldskylfing sinn og The Island, West Lancashire og St. Enodoc vera uppáhaldsgolfvelli sína.

Hún segir afa sinn og fyrrum þjálfara hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Uppáhaldsknattspyrnulið Bethan í enska boltanum eru Bristol City og Arsenal.

Meðal áhugamála utan golfsins eru að horfa á aðrar íþróttir, slaka á og fara í bíó.

Bethan gerðist atvinnumaður í golfi snemma á þessu ári eða 4. janúar 2017.

Þessi unga stúlka verður aðallega að spila á LET Access þar sem hún er aðeins með takmarkaðan spilarétt á LET en eins og fyrr segir munaði 1 höggi að Bethan hlyti fullan keppnisrétt á LET.

Komast má á facebook síðu Bethan með því að SMELLA HÉR: