Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia efstur í Dubaí í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Sergio Garcia heldur forystunni í Omega Dubaí Desert Classic mótinu, eftir að tókst að ljúka leik á 2. hring nú laugardagsmorgun, en mótinu var frestað í gær vegna vinda sem náðu 35 milna hraða á klst. og rifu m.a. upp 5 tré á golfvellinum í Dubaí og hreyfðu bolta á flötum.

Garcia er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67).

Garcia hefir 3 högga forystu á landa sinn Nacho Elvira, sem leikið hefir á 9 undir pari, 135 höggum (67 68) og er í 2. sæti.

Tiger Woods dró sig úr mótinu vegna bakverkja skv. umboðsmanni hans Mark Steinberg, en sjá má viðtal við Steinberg í hápunktum 2. keppnisdags hér að neðan – og almennt einnig með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. keppnisdags á Omega Dubaí Desert Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic, en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: