Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2017 | 21:00

Evróputúrinn: Slæm byrjun Tiger í Dubaí

Þrátt fyrir hlý orð Rory í garð Tiger (sbr. frétt Golf 1 sem sjá má með því að SMELLA HÉR:) og spá hans um að stutt sé í að goðið (Tiger) rísi úr öskustónni er fátt sem bendir til þess eftir 1. hring Omega Dubai Desert Classic.

Tiger lék í dag á 5 yfir pari 77 höggum og er T-121 af 133 keppendum og má hafa sig allan við á morgun að komast í gegnum niðurskurð.

Frekar slæm byrjun það!  Á hringnum fékk Tiger 5 skolla og 13 pör.

Og það í móti sem hann er að keppa í í 8. skiptið, þar sem hann hefir unnið tvívegis.

Sjá má stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic með því að SMELLA HÉR: