Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir, María Egilsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson – 1. febrúar 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír.

Fyrstan bera að telja Vilhjálm Hjálmarsson. Hann er fæddur 1. febrúar 1967 og á því 50 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan.

Vilhjálmur - Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!!

Vilhjálmur – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!!

Vilhjálmur Hjálmarsson – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!!

Annar afmæliskylfingurinn er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag.

Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því  búin að spila golf í 10 ár. Engu að síður var hún fljótt komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumrin 2011 og 2012.

Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011.

Hildur Kristín er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttur, GR, golfdrottningar og dótturdóttir Sigurðar dýralæknis Sigurðssonar, sem er úr hinum frábæra´ 61 árgangi úr MA. Eins á Hildur eina systur, Lilju. Komast má á facebooksíðu Hildar Kristínar til þess að óska henni  til hamingju með afmælið hér að neðan.

Hildur Kristín Þorvarðardóttir - Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Hildur Kristín Þorvarðardóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Hildur Kristín Þorvarðardóttir – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!!

Loks á María Egilsdóttir 20 ára stórafmæli, en hún er fædd 1. febrúar 1997. Komast má á facebook síðu Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan,

María Egilsdóttir - Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!!

María Egilsdóttir – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!!

María Egilsdóttir – Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (69 ára) og Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (68 ára); Vilhjalmur Hjalmarsson, 1. febrúar 1967 (50 ára). Annþór Kristján Karlsson, 1. febrúar 1976 (41 árs); Júlíus Freyr Valgeirsson, 1. febrúar 1978 (39 ára); María Egilsdóttir, 1. febrúar 1997 (20 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is