Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2017 | 08:00

Rory: „Tiger er nær endurkomu enn flestir telja“

Meðal þeirra sem kveiktu á sjónvarpinu til þess að horfa á endurkomu Tiger í keppnisgolfið á Farmers Insurance Open var Rory McIlroy.

Rory sem er enn að taka því rólega eftir að í ljós kom brot á rifbeinum hans sagði að hann hefði vaknað kl. 2:30 s.l. föstudag í Dubaí til þess að horfa á 1. hring Tiger, sem var í holli með núverandi nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Dustin Johnson.

Ég hugsaði með mér „kannski að ég verði bara vakandi og horfi á nokkrar holur,“ sagði Rory. „Þannig að ég var bara vakandi og horfði á þetta um nóttina … Þetta var fyrsta vika Tiger aftur í keppnisgolfinu og ég var spenntur að sjá hvernig hann væri, bara eins og allir aðrir, þannig að ég vaknaði um miðja nótt til að horfa á Tiger.“

Meðan Tiger náði ekki niðurskurði á stað sem hann hefir sigrað á 8 sinnum sem atvinnumaður þá sagðist Rory sjá nokkur góð merki.

Ef maður horfir á baksveiflu hans, hvar hann er að taka kylfuna, hvar hann er að setja kylfuna á toppi sveiflunnar, þá er það virkilega fínt.

Þetta er allt svo á réttu sveifluplani.  Og ef hann getur bara fengið neðri hluta likama síns til að vinna svolítið betur gegnum boltann þá er hann kominn aftur. Hann er svo nálægt … Hann nær fullri endurkomu en fólk telur, það get ég fullvissað ykkur um!

Rory sagði einnig að hann hefði trú á að frammistaða Tiger í Dubaí, en hann (Tiger) hefur leik í dag á Omega Dubai Desert Classic muni verða miklu betri mælikvarði á frammistöðu hans.

Rory átti líka til virkilega næs orð um hinn 14 falda risamótasigurvegara (Tiger):

Hann (Tiger) hefir sigrað á 14 risamótum, hann hefir sigrað (79) sinnum á PGA Tour, hann hefir sigrað 100 sinnum á alþjóðlegum mótum. Það er ekki misheppnað.

En því miður á fólk eftir að líta á feril hans sem misheppnaðan vegna þess að honum tókst ekki að ná því sem hann ætlaði sér að ná og það er fáránlegt. Algerlega fáránlegt.

„Hann spilaði besta golf sem nokkur í heiminum hefir spilað í 10 ár samfellt. Það var golf sem enginn hafði séð áður. Það fékk svo marga til byrja að spila golf og hleypti  af stokkunum heilli kynslóð kylfinga, sem við erum að sjá núna … svo marga stráka sem voru svo innblásnir af því sem hann gerði á gofvellinum. Hann tók golfið til nýrra hæðir og það er ekkert annað en stórkostlegur árangur og gæfa golfíþróttarinnar.“

Ég myndi elska ef hann næði að spila bara einu sinni wina og áður… vegna þess að ég myndi elska að keppa við hann síðustu metrana í risamóti,“ sagði Rory að lokum.

Rory g. Tiger á sunnudegi í Augusta?  Það myndu allir elska að sjá það líka, Rory!!!