Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Nasa Hataoka (40/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær ótrúlegu heppnu, sem deildu 14. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA kynntar – en allar léku þær á samtals 5 undir pari, 355 höggum.

Þetta er þær Katherine Perry frá Bandaríkjunum (74 70 70 71 70); Dani Holmqvist frá Svíþjóð (71 70 71 72 71); Regan De Guzman frá Filippseyjum (71 68 70 74 72); Dori Carter frá Bandaríkjunum (75 69 74 63 74) og Nasa Hataoka frá Japan (68 65 69 75 78).

Dani Holmqvist, Dori Carter og Kathrine Perry hafa þegar verið kynntar og í kvöld er það Nasa Hataoka frá Japan.

Nasa Hataoka

Nasa Hataoka fæddist 13. janúar 1999 og var meðal þeirra yngstu til þess að fá fullan keppnisrétt á LPGA og það í fyrstu tilraun á lokaúrtökumóti LPGA.

Nasa var aðeins 17 ára þegar hún tók þátt í lokaúrtökumótinu og nú er hún nýorðin 18 ára.

Hún var líka 17 ára þegar hún sigraði á  the Japan Women’s Open á japanska LPGA. Hún var sú yngsta í sögu mótaraðarinnar til að sigra á mótinu. Það gerði hún sl. sumar, 2016.

Jafnframt er Hataoka fyrsti áhugamaðurinn til þess að vinna risamót á japanaska LPGA.

Í júlí sl. sumar sigraði Hataoka 2. árið í röð á  IMG World Juniors girls’ 15-17 title í San Diego. Hún komst líka í fjórðungsúrslit á  iU.S. Women’s Amateur sl. sumar og spilaði þá í fyrsta sinn í móti á vegum bandaríska golfsambandsins, USGA.

Hataoka segir eina stærstu áskorun sína vera að venjast Bermúda grasinu í Flórída, sérstaklega í stuta spilinu sérstaklega í kringum og á flötum.

Hataoka á frabæra foreldra sem hjálpa henni í mótum að sögn þjálfara Nösu, Gareth Jones en hann er mjög hrifinn af lærlingi sínum

Hún er frábær bæði í að slá og pútta,“ sagði Jones m.a. í viðtali um skjólstæðing sinn Nösu Hataoka. „Að sigra á  Japan Women’s Open var gríðastórt og hún fékk mikla athygli út á það, en hún höndlar hana mjög vel. Hún á frábæra mömmu og pabba sem hjálpa henni,“ sagði Jones.