Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2017 | 07:00

GV: Helgi Braga endurkjörinn formaður GV á aðalfundi

Fimmtudaginn 26. janúar s.l. kl. 20:00 fór fram aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir starfsárið 2017 í Golfskálanum.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögð fram fundargerð síðasta aðalfundar.
4. Lögð fram og kynnt skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar GV lagðir fram til samþykktar.
6. Lögð fram til samþykktar tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald næsta starfsárs.
7. Kosning stjórnar
a) Kosning formanns
b) Kosning 4 mann í stjórn
c) Kosning 2 manna í varastjórn.
8. Kosning 2 endurskoðenda.
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin upp til samþykktar

Stjórn GV lagði fram skýrslu sína og reikninga og var það mat fundarmanna að starfsemi klúbbsins sé á góðri leið en athygli vakti hve myndarlega hefur tekist að ná skuldum klúbbsins niður. Helgi Bragason var einróma endurkjörinn formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja og engin breyting var á stjórn klúbbsins. Framundan eru spennandi tímar en í sumar mun Íslandsmótið í holukeppni fara fram á Vestmannaeyjavelli og á næsta ári verður sjálft Íslandsmótið í höggleik haldið í Eyjum.