Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2017 | 12:00

Tiger tafðist á LAX vegna Trump-mótmælenda

Tiger Woods tafðist sunnudaginn s.l. á Los Angeles International Airport (skammst. LAX) vegna þúsunda mótmælenda sem lokuðu  Tom Bradley International Terminal vegna ferðabanns Bandaríkjaforseta Donald Trump.

Tiger var að fljúga frá Kaliforníu til Miðausturlanda því hann tekur nú á fimmtudaginn þátt í Omega Dubai Desert Classic og flaug með einkaþotu sinni frá flugvellinum.

Við vorum á hinni hlið termínalsins. Maður gat séð þau (mótmælin),“ sagði Tiger fyrr í dag þar sem hann var á æfingasvæðinu í Emirates Golf Club.

En við komumst ekki þangað (í termínalinn).“

Tiger var í San Diego eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open á föstudaginn. Hann var við æfingar um helgina og tók síðan stutt innanlandsflugið (frá San Diego) til LA, þar sem hann varð vitni að mótmælum fólks yfir „múslima-tilskipun“ Trumps.

Þetta var í fyrsta sinn í 10 ár sem Tiger tók almenningsflug aðallega til þess að komast til einkaþotu sinnar sem hafði verið flogið til LA.

Hann lenti síðan í Dubaí kl. 3 að nóttu að staðartíma og sagðist næstum engan svefn hafa fengið og var í dag geispandi á æfingasvæðinu, í stuttbuxum, sem ekki má vera í á PGA Tour en Evróputúrinn leyfir.

Tiger er paraður með Masters sigurvegaranum frá því í fyrra Danny Willett og Matthew Fitzpatrick fyrstu tvo hringina.

Tiger endurtók leikinn frá 2004 og sló golfkúlu af þyrlupalli Burj Al Arab hotelsins áður en hann fór í þyrluflugferð yfir borgina. Hann birti síðan myndina af þyrlupallinum á Twitter en sjá má myndina sem hann birti hér að neðan:

Þyrlupallur Burj Al Arab

Þyrlupallur Burj Al Arab þaðan sem Tiger sló golfbolta áður en hann fór í útsýnisflug

Þetta er 8. skiptið sem Tiger tekur þátt í Omega Dubai Desert Classic mótinu, sem er það mót sem hann hefir langoftast tekið þátt í, í Evrópu – Hann hefir sigrað mótið tvívegis – síðast fyrir 9 árum, 2008.

Jafnvel þó Tiger hafi aldrei verið með kortið sitt á Evróputúrnum þá er Tiger í 3. sæti yfir flesta sigra á mótaröðinni 40, á eftir Seve Ballesteros (50) og Bernhard Langer (42). Fjórtán risamótssigrar og 18 heimsmeistara sigrar Tiger eru 32 af þessum 40 mótum, sem hann hefir sigrað í og Omega Dubai Desert Classic 2 þessara móta auk 6 annarra sem Tiger hefir unnið á Evróputúrnum.

Hann er svo sannarlega golfgoðsögn í lifanda lífi og vonandi að hann nái sér sem fyrst og komist í gott form svo við sjáum glitta á fyrrum stjörnuglans hans að nýju!