Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 17:00

Hver er kylfingurinn Cheyenne Woods?

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, spilaði fyrstu tvo dagana með skólasystur sinni frá háskólaárunum í Wake Forest, Cheyenne Woods, á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA, þ.e. Pure Silk Bahamas LPGA Classic.

Þegar þær spiluðu saman náði Ólafía besta árangri sínum á LPGA til þess T-20 sæti eftir 2. hring – svo greinilegt er að það var að hafa góð áhrif á Ólafíu að þær spiluðu saman. Vel fór á með vinkonunum.

Vel fór á með vinkonunum Ólafíu og Cheyenne og urðu fagnaðarfundir á teig. Mynd: gsimyndir.net

Vel fór á með vinkonunum Ólafíu og Cheyenne og urðu fagnaðarfundir á teig. Mynd: gsimyndir.net

En fyrir þá sem ekki til þekkja, hver er eiginlega kylfingurinn Cheyenne Woods?

Cheyenne Nicole Woods fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er dóttir Earl Dennison Woods Jr., sem er hálfbróðir Tiger Woods. Hún er því 26 ára. Afi hennar, Earl Woods, (pabbi Tiger) var fyrsti þjálfarinn hennar.

Cheyenne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og vann tvö ár í röð Arizona 5A State Championships, þ.e. árin 2006 og 2007.

Cheyenne Woods. Mynd: Golf 1

Cheyenne var við nám og spilaði með golfliði Wake Forest University (útskrifaðist 2012) og var liðsfélagi hennar m.a. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, en þær báðar léku undir merkjum Demon Deacons. Cheyenne átti glæstan áhugamannsferil þar sem hún vann meira en 30 mót.

Árið 2009 hlaut Cheyenne undanþágu styrktaraðila til þess að spila í LPGA móti, þ.e. the Wegmans LPGA. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði aðeins 4 höggum i þessari fyrstu tilraun hennar á þessari sterkasti mótaröð heims.

Cheyenne Woods og kengúra í Ástralíu

Cheyenne Woods og kengúra í Ástralíu – en þar (í Ástralíu) kann Cheyenne vel við sig!

Í april 2011 vann Cheyenne the Atlantic Coast Conference Championship (ACC).

Árið 2012, gerðist Woods atvinnumaður eftir útskrift frá Wake Forest.

Hún hlaut þátttökurétt á U.S. Women’s Open risamótinu 2012, eftir að hún og önnur deildu með sér efsta sætinu í úrtökumóti fyrir þetta eitt vinsælasta risamót kvennagolfsins, og hóf atvinnumannsferil sinn með stæl á enn öðru risamóti: LPGA Championship 2012.

Cheyenne náði fyrsta sigri sínum á atvinnumannsmóti á móti á SunCoast Ladies Series seint í ágúst 2012.

Cheyenne Woods

Cheyenne Woods

Hún sigraði hins vegar í fyrsta sinn á Evrópumótaröð kvenna í gær, 9. febrúar 2014 á Volvik RACV Ladies Masters, í Queensland, Ástralíu, en mótið telst jafnframt sem sigur á ALPG, þ.e. áströlsku LPGA Fyrir sigurinn hlaut Cheyenne $57.000,- og 2 ára undanþágu á Evrópumótaröð kvenna.

Árið 2014 lék Cheyenne hins vegar aðallega á Symmetra Tour sem er 2. deildin í bandarísku kvennagolfi.

Í desember 2014, varð Cheyenne Woods T-11 á lokaúrtökumóti, LPGA og vann sér þar með inn í fyrsta sinn kortið sitt á LPGA með fullum spilarétti. Á 2015 keppnistímabilinu náði hún hins vegar aðeins niðurskurði 8 sinnum og varð að fara í gegnum lokaúrtökumótið aftur. Í þetta sinn varð Cheyenne T-13 á lokaúrtökumótinu og ávann sér að nýju keppnisrétt á LPGA fyrir keppnistímabilið 2016.  Hún þurfti ekki aftur í lokaúrtökumót því 2016 gekk henni betur og hún hélt kortinu sínu.

Cheyenne Woods er aðeins 6. blökkukonan sem spilar á LPGA mótaröðinni. Í blaðaviðtali var m.a. eftirfarandi haft eftir Cheyenne  „An African American woman has never won on the LPGA, so in general I just feel that golf needs to be more accessible and more inclusive.“ (Lausleg þýðing: „Bandarísk kona af afríkönskum uppruna hefir aldrei sigrað á LPGA, þannig að almennt finnst mér bara að golf verði að vera aðgengilegra og þannig að allir geti verið með.“

Cheyenne er aldeilis hreint aðlaðandi, falleg og að því að Ólafía Þórunn segir góð í alla staði!

Cheyenne Woods á Pure Silk Bahamas LPGA Classic 2017. Mynd: gsimyndir.is

Cheyenne Woods á Pure Silk Bahamas LPGA Classic 2017. Mynd: gsimyndir.is