Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 16:20

Sergio Garcia lætur ofuraðdáanda sinn gegna kaddýstörfum f. sig!

Sergio Garcia hefur látið drauma ofuraðdáanda síns rætast með því að bjóða honum að vera kaddý fyrir hann seinna á keppnistímabilinu í ár.

Mark Johnson hóf baráttu fyrir því á Twitter a fá að gerast kaddý Sergio Garcia þó ekki væri nema í 1 dag. Eftir hvert tvít sem hann sendi Garcia bætti hann við #Letmecaddieforyou (ísl þýð: leyfðu mér að vera kaddýinn þinn).

Meðal þess sem tvítin snerust um voru fjölskylda hans, golfferðir, að óska Garcia til hamingju með afmælið og hrósa honum fyrir góða frammistöður í mótum.

Í desember tvítaði Johnson að hann væri að gefa draum sinn upp á bátinn – en hann hélt þó nógu lengi áfram til þess að fá það svar sem hann dreymt um:

Mark Johnson mun nú verða kaddý Garcia n.k. september á the British Masters Pro-Am.

Hér má sjá dæmi um nokkur tvít sem fóru milli þeirra Garcia og Johnson:

1-a-a-tvit-garcia-caddie-1

1-a-a-johnson-caddie