Phil Mickelson: „Jon Rahm einn af heimsins bestu“
Phil Mickelson, 46 ára, er mjög hrifinn af leik spænska kylfingsins Jon Rahm, 22 ára, en sá síðarnefndi sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu í gær, 29. janúar 2017, þ.e. Farmers Insurance Open.
Rahm fékk tvo erni; annan á 13. og og hinn á 18. holu Suðurvallar Torrey Pines og hafði betur en þeir Charles Howell III og Cheng Tsung Pan, sem deildu 2. sætinu.
Með þessum sigri fór fyrrum nr. 1 á heimslista áhugamanna í fyrsta sinn á topp-50 á heimslistanum sjálfum og situr nú í 46. sæti!
„Það eru engir veikleikar í leik Jon,“ svermdi Phil Mickelson eftir að úrslitin lágu fyrir.
Og Jon er í miklu uppáhaldi hjá Phil, en Tim bróðir Phil er umboðsmaður Jon.
Mickelson, sem varð T-14 í mótinu, gat ekki hamið hrifningu sína: „Í sérhverjum parti af leik hans er falinn styrkur. Ég held að hann sé einn af bestu kylfingum heims. Hann er meira en bara góður, ungur leikmaður.“
„Ég held að það sé eitthvað óáþreifanlegt sem sumir strákana hafa og staður þar sem þeir vilja hafa pressuna, þeir vilja vera í erfiðum aðstæðum, þeir vilja taka allt á sig og hann stendur undir öllu.“
„Hann er mjög mikill keppnismaður.“
„Hann vill vita nákvæmlega hvar hann stendur, hvað hann þarf að gera og hann ætlar síðan alltaf að framkvæma það. Hann er erfiður viðureignar sem andstæðingur. Ég hef mjög mikið álit á honum.“
Jon Rahm og Phil Mickelson voru báðir í sama háskóla Arizona State. Rahm hóf nám þar 2012 og skv. Tim Mickelson var Rahm þegar kominn með bestu einkunn „1″ á skalanum 1-10 þar sem 1 er best.
Rahm vann 11 mót sem einstaklingur í bandaríska háskólagolfinu meðan hann var í Arizona State og aðeins 1 hefir tekist að sigra í fleiri leikjum …. Phil Mickelson.
Rahm er mjög þakklátur Tim og allri Mickelson fjölskyldunni fyrir allan stuðninginn sem þau hafa veitt honum.
„Þegar ég gerði mér grein fyrir hvaða persónu hann hafði að geyma og hversu mikið hann hjálpaði mér að þroskast sem persóna og þroska golfleikinn minn, hversu mikil meðmæli hans voru þá kom ég fram við hann eins og bandarískan föður minn,“ sagði Jon Rahm.
„Auðvitað er hann ekki pabbi minn, en ef ég þarfnaðist ráðleggingar, fór ég til hans. Ef ég var í vandræðum, fór ég til hans. Ég faldi aldrei neitt frá honum og svona er þetta bara.“
„Vitið þið, bara að hafa stuðning Mickelson fjölskyldunnar, eins hún lætur hann í té, þau eru virkilega ótrúleg fjölskylda. Ég hef kynnst flestum þeirra og þau veita mér innblástur. Mér þykir vænt um að hafa stuðning þeirra,“ sagði Jon Rahm, loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
