Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Jon Rahm?

John Rahm vann nú í gær sinn fyrsta sigur á PGA Tour, á Farmers Insurance Open mótinu.

Jon Rahm var ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum … þar til í gær.

Hver er kylfingurinn Jon Rahm?

Jon Rahm Rodriguez fæddist 10. nóvember 1994 og er því 22 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og Andri Þór „okkar“ Björnsson, GR.  (Andri er nákvæmlega 3 árum eldri upp á dag).  Foreldrar Jon Rahm eru mamman Angela og pabbinn Edorta og Jon á einn bróður Eriz.

Foreldrar Jon búa í Barrika, á Spáni þar sem Jon ólst upp en bróðir Jon býr rétt utan við Bilbao. Jon er dyggur stuðningsmaður Athletic Bilbao, í spænska boltanum.

Reyndar ólst Jon upp við mikla íþróttaiðkun en utan golfsins hefir hann spilað fótbolta, elskar að vera á canoe og hefir æft bardagaíþróttir á borð við jai alai og kung fu.

Jon segir uppáhaldskylfing sinn og innblástur vera Seve Ballesteros.

Jon er þegar farinn að sigra á PGA Tour, en sigurinn í gær á Farmers Insurance Open var fyrsti sigurinn á PGA Tour.

John Rahm í skólabúningi Arizona Devils

John Rahm í skólabúningi Arizona Sun Devils

Hann er það ungur að hann fer eiginlega bara beint úr bandaríska háskólagolfinu, þar sem hann spilaði með liði Arizona State University (ASU) og fór beint á mótaröð hinna bestu, vegna góðs árangurs á mótum mótaraðarinnar (Sjá nánar hér að neðan).  Sjá má afrek Jon Rahm í bandaríska háskólagolfinu með því að  SMELLA HÉR: 

…. en vert er þó að nefna að á námsárum sínum í Arizona vann hann 11 sinnum í einstaklingskeppnum háskólamóta.

Fram til dagsins í gær var hápunktur ferilsins að hafa spilað 16. holuna á Waste Management Open frammi fyrir fjölda stuðningsmanna sinna (þ.e. áhangendum skólaliðs ASU).

Meðal helstu hápunkta á ferli Rahm sem áhugamanns eru sigrar í eftirfarandi mótum:
2010 Spanish Junior/Boys Championship
2011 Copa Baleares, Campeonato de Madrid Absoluto
2012 Campeonato de España Junior Y Boys, Campeonato Absoluto País Vasco, Bill Cullum Invitational
2014 ASU Thunderbird Invitational, Campeonato de España Absoluto, Bill Cullum Invitational
2015 Duck Invitational, ASU Thunderbird Invitational, NCAA San Diego Regional, Campeonato de España Absoluto, Tavistock Collegiate Invitational
2016 ASU Thunderbird Invitational, Pac-12 Championships, NCAA Albuquerque Regional

Árið 2014 sigraði John Rahm jafnframt í einstaklingskeppninni í Eisenhower Trophy liðakeppninni, en hann keppti f.h. Spánar.

Árið 2015 hlaut Jon Mark H. McCormack Medal. Jafnframt er Jon Rahm sá eini, sem unnið hefir til Ben Hogan verðlaunanna tvö ár í röð þ.e. 2015 og 2016, en þetta eru verðlaun sem veitt eru framúrskarandi námsmanni í háskóla og áhugamanni í golfi.

Jon vann einnig Jack Nicklaus award  2016 og er fjórfaldur NCAA All-American.

Rahm var um tíma nr. 1 á heimslista áhugamanna (eða nákvæmar í 60 vikur samfleytt).

Rahm var sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á Opna bandaríska risamótinu 2016 (lauk keppni á 7 yfir pari og varð T23). Hann tók einnig þátt í Opna breska 2016 og komst í gegnum niðurskurð og varð T-59.

Rahm gerðist atvinnumaður 2016. Hann gaf eftir undanþáguna sem hann hafði sem áhugamaður til að taka þátt í Opna breska risamótinu og tók þátt í fyrsta atvinnumannamótinu sínu Quicken Loans National og var í forystu í mótinu fyrstu 2 hringina. Hann lauk síðan keppni í 3. sæti 4 höggum á eftir Billy Hurley III, í þessu fyrsta PGA Tour móti sínu. Þessi góði árangur varð hins vegar til þess að hann hlaut aftur rétt til þátttöku í Opna breska þar sem Quicken Loans mótið var hluti af úrtökumótröð fyrir Opna breska (þ.e.  hluti af the Open Qualifying Series.) Rahm varð síðan  T-2 á the RBC Canadian Open, sem tryggði honum sérstakan tímabundinn spilarétt á PGA Tour fyrir afgang keppnistímabilsins. Með sigrinum í gær, 29. janúar 2017 á Farmers Insurance Open er hann nú búinn að trygja tilveru sína á PGA Tour næstu 2 árin. Og sigurinn kom á sérlega glæsilegan hátt í því að Rahm setti niður 20 metra arnarpútt, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er glæsipútt, sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur ….. og spennandi að sjá meira af Jon Rahm næstu 2 árin!