LPGA: Lincicome sigraði á Pure Silk
Það var Brittany Lincicome sem stóð uppi sem sigurvegari á Pure Silk Bahamas LPGA Classic, fyrsta LPGA mótinu, sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir keppti í.
Brittany lék á samtals 26 undir pari, 266 höggum (64 65 69 68) og var að hefðbundnum leik jöfn Lexi Thompson (69 61 66 70), en Lexi átti lægsta skorið í keppninni á 2. keppnisdegi 12 undir pari, 61 högg!!!
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-5 18. hola Ocean vallarins spiluð. Þar hafði Brittany betur, fékk fugl meðan Lexi var á pari.
Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Brittany Lincicome með því að SMELLA HÉR:
Í 3. sæti varð Stacy Lewis á samtals 25 undir pari og í 4. sæti varð Gerina Piller á samtals 24 undir pari.
Þess mætti geta að allar efstu 4 hafa átt sæti í bandaríska Solheim Cup liðinu.
Vert er sérlega að geta nýliðans Nelly Korda, sem er 18 ára systir Jessicu Korda, en hún tók líkt og Ólafía Þórunn þátt í fyrsta LPGA móti sínu og gekk hreint frábærlega vel!!! Nelly hafnaði í 5. sæti ásamt thaílenska kylfingnum Pornanong Phatlum, sem m.a. deildi 20. sætinu með Ólafíu Þórunni eftir 2. keppnisdag, en Pornanong og Nelly luku keppni á samtals 21 undir pari.
Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
