Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 19:30

LPGA: Ólafía Þórunn hefir lokið leik í 1. LPGA móti sínu – á -5 samtals – Glæsilegt!!!

Ólafía Þórunn lauk rétt í þessu leik á 1. LPGA móti sínu; Pure Silk Bahamas LPGA Classic.

Hún lék 4. og lokahringinn á samtals 5 undir pari, 287 höggum (71 68 77 71).

Á lokahringnum lék Ólafía Þórunn á 2 undir pari, fékk 4 fugla, 13 pör og 1 hræðilegan skramba, sem hefði alveg mátt missa sín!

En „okkar kona“ sýndi stáltaugar og lauk leik á 1. LPGA móti sínu með glæsibrag; varð T-69, þ.e. deildi 69. sætinu með 3 öðrum kylfingum þ.á.m hinni spænsku Belen Mozo.

Til hamingju Ólafía Þórunn!!!

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver er sigurvegari mótsins en þær efstu eru enn við leik og verður úrslitafrétt birt um leið og úrslit liggja fyrir.

Sjá má lokastöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: