Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 17:15

LPGA: 3 fuglar á fyrri 9 á lokahring Ólafíu á Pure Silk

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefir sýnt stáltaugar, á fyrri 9 (sem eru seinni 9 á Ocean vellinum, þar sem Ólafía byrjaði á 10. í dag) á lokahring Pure Silk Classic mótsins.

Ólafía byrjaði vel – fékk strax fugl á par-5 11. holu (2. holu sína í dag) og bætti enn öðrum fugli við á par-4 14. holunni (5. holu hennar í dag).

Síðan fékk hún slæman skramba á par-4 16. holu Ocean vallarins (7. holu hennar í dag), en tók það strax aftur með fugli á 17. og  (8. holu hennar í dag).

Glæsispilamennska þetta!!!

Vonandi að seinni 9 (fyrri 9 á Oceangolfvellinum) spilist eins vel!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu og sjá stöðuna á skortöflu Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótsins SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá uppfærslur á Twitter síðu Golfsambands Íslands, þar sem fylgst er með gengi Ólafíu holu fyrir holu              SMELLIÐ HÉR: