Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 15:35

LPGA: Fyrsti fugl Ólafíu kominn á lokahringnum!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er farin út á lokahring fyrsta LPGA mótsins, sem hún tekur þátt í.

Hún fékk bakslag í gær þegar hún fékk 5 skolla og aðeins 1 fugl á 3.hringnum, en í dag byrjar hún mun beittar en í gær.

Hún er þegar komin með 1 fugl eftir 2 spilaðar holur, en hann fékk hún á par-5 11. braut Ocean vallarins.

Með þessum fugli er heildarskor Ólafíu komið í samtals 4 undir par og hún T-67, sem stendur. Meira svona!!!

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótins með því að SMELLA HÉR:

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á Twitter síðu Golfsambands Íslands með því að SMELLA HÉR: