Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 14:45

LPGA: Ólafía Þórunn hefur lokahringinn á Pure Silk mótinu kl. 15:01 – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik kl. 15:01 að íslenskum tíma á lokahringnum á Pure Silk mótinu á LPGA mótaröðinni í dag. Hún verður í ráshóp með keppanda frá Suður-Kóreu, Sun Young Yoo, sem hefur sigrað á tveimur LPGA-mótum á ferlinum. Ólafía er á -3 samtals og er í 69.-76. sæti fyrir lokahringinn.

Töluverðar líkur eru á úrkomu og jafnvel þrumuveðri á Paradise Island í dag. Mótsstjórnin ákvað að ræsa út á tveimur teigum á lokahringnum og seinka fyrstu rástímunum um eina klukkustund. Ólafía verður ræst út af 10. teig um hálftíma áður en síðustu ráshópar dagsins fara af stað.

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Hér  verða upplýsingar um gang mála uppfærðar með reglulegu millibili á Twittersíðu GSÍ – Til að komast inn á síðuna   SMELLIÐ HÉR:

Heimild: GSÍ