Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 14:00

Evróputúrinn: Wang sigraði í Qatar e. bráðabana

Jeunghun Wang frá S-Kóreu sigraði á Commercial Bank Qatar Masters eftir bráðabana við Joakim Lagergren frá Svíþjóð og Jaco Van Zyl frá S-Afríku.

Eftir hefðbundið 72 holu spil voru allir 3 framangreindu á samtals 16 undir pari, 272 höggum; Wang (69 67 65 71).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og var par-5 18. holan spiluð aftur en þegar á þeirri holu vann Wang, fékk fugl meðan hinir voru á parinu.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á  Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: