Ólafía Þórunn á 1. LPGA móti sínu á Bahamas
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2017 | 20:39

LPGA: Ólafía Þórunn á +4 í dag á 3. hring Pure Silk

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti fremur slakan dag miðað við gott gengi undanfarna daga.

Hún fékk 1 fugl og 5 skolla á hring sínum í dag; missti 4 högg milli hringja.

Ólafía er því samtals á 3 undir pari, 215 höggum (71 68 77) og er sem stendur T-69, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik.

Sú sem var í ráshóp með Ólafíu í dag, Moriya Jutanugarn, frá Thaílandi var á 3 undir pari í dag og er komin í samtals 10 undir par.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis á morgun þegar lokahringurinn verður spilaður!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: