Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2017 | 18:30

LPGA: Ólafía Þórunn á +2 eftir fyrri 9 á 3. hring Pure Silk

Það hlaut að koma að því að Ólafía Þórunn fengi skolla.

Þeir komu því miður á par-3, 5. holu Ocean vallarins og síðan par-4 9. holunni núna rétt áðan.

Tveir skollar og 7 pör – ekki slæmt – en vonandi að hún taki skollana aftur á seinni 9.

Samtals er Ólafía Þórunn því á 5 undir pari sem stendur, búin að missa 2 högg.

Til þess að sjá stöðuna á skortöflu á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að fylgjast með Ólafíu á Twitter síðu Golfsambands Íslands SMELLIÐ HÉR: