LPGA: Hápunktar 2. dags á Pure Silk LPGA Classic – Myndskeið
LPGA tekur saman myndskeið yfir hápunkta hvers keppnishrings í mótum mótaraðarinnar.
Hér að neðan má sjá samantektina af 2. hring Pure Silk LPGA Classic, en því miður er ekkert sýnt frá glæsilegum leik Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, að þessu sinni.
Fókusinn er e.t.v. sem eðlilegt er á þeim sem eru í efstu sætunum og þeim sem hafa fest sig í sessi á mótaröðinni; kylfingum á borð við Brittany Lincicome, sem m.a. fékk ás á hringnum; Lexi Thompson, sem var á besta skorinu í gær glæsilegum 12 undir pari og Solheim Cup stjörnunni Gerinu Piller (en maður hennar Martin spilar á PGA reyndar í 2. deildinni sem stendur og eru þau eina LPGA/PGA parið) og fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis.
Bæði Lincicome og Lexi settu met; Brittany Lincicome var á lægsta skori eftir 36 holur í sögu LPGA og slær við fyrra meti Jessicu Korda um 6 högg. Lexi náði lægsta hring á ferli sínum 12 undir pari, 61 höggi og var á nýju metskori á hring í móti á LPGA.
Aðeins var fylgst með tveimur nýliðum á LPGA í samantektinni en það eru Nelly Korda, sem var að spila í sínu fyrsta LPGA móti, líkt og Ólafía Þórunn, en Nelly er systir hins þekkta kylfings Jessicu Korda og hin var írski kylfingurinn Stephanie Meadows sem Golf 1 hefir þegar kynnt – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Sjá myndskeiðið yfir hápunkta 2. dags á Pure Silk LPGA Classic að mati LPGA með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
