Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 09:30

PGA: Sjáið annan arna Rose á 1. hring Farmers

Justin Rose lauk leik sínum í gær á 9. braut á Farmers Insurance Open mótsins með glæsibrag.

Hann setti niður arnarpútt á síðustu holu sína, par-5 9. holu Norðurvallarins. Hann var þar áður búinn að fá örn á par-5  5. holu sama vallar.

Rose lauk því leik á 7 undir pari 65 höggum og er í efsta sæti eftir 1. dag Farmers Insurance Open mótsins.

Alls fékk Rose 2 erni, 6 fugla og 3 skolla á 1. hring.

Sjá má arnarpútt Rose  á 9. með því að SMELLA HÉR: