Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 08:00

PGA: Justin Rose efstur á Farmers Insurance e. 1. dag

Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem tekið hefir forystu á Farmers Insurance Open.

Rose lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum!!!

Í 2. sæti er Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem er sjóðandi heitur um þessar mundir, en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day, sem hefir átt við bakmeiðsli að glíma lék á 1 yfir pari og er T-96  og nr. 3 á heimslistanum Dustin Johnson var á sléttu pari og er í 77. sæti e. 1. dag.

Tiger átti erfiðan dag, en var á 4 yfir pari, 76 höggum og er í 133. sæti af 156 keppendum. Vonandi að hann gefi í og komist gegnum niðurskurð!

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: