Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Mariah Stackhouse (33/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa þær stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær óheppnu kynntar, sem deildu 21. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 3 undir pari, 357 höggum, en hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á LPGA.

Þetta voru þær Madeleine Sheils (70 73 70 73 71); Mariah Stackhouse (72 71 72 70 72) báðar frá Bandaríkjunum og Dottie Ardina frá Filippseyjum.

Dottie Ardina hefir þegar verið kynnt og í dag er það Mariah Stackhouse.

Mariah Imani Stackhouse fæddist 14. mars 1994 í Charlotte, Norður-Karólínu og er því 22 ára.  Foreldrar hennar eru Ken og Sharon Stackhouse og hún á einn yngri bróður John.

Stackhouse byrjaði að spila golf 2 ára og tók þátt í sínu fyrsta golfmóti aðeins 6 ára.

Fá má allar upplýsingar um golfafrek Stackhouse á góðri heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: 

Eitt af mörgu sem upp úr stendur á ungum ferli Stackhouse er að hún var í sigurliði Bandaríkjanna í Curtis Cup 2014.

Stackhouse er nýlega útskrifuð úr University of Stanford í Kaliforníu með gráðu í samskiptafræðum (ens. communication) . Sjá má öll afrek Stackhouse í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Nú er hún kominn með fullan keppnisrétt á Symetra Tour 2. deildinni í bandaríska kvennagolfinu og hlýtur takmarkaðan spilarétt á LPGA, bestu kvenmótaröð heims.