Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Dottie Ardina (32/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Nú næst verða þær óheppnu kynntar, sem deildu 21. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 3 undir pari, 357 höggum, en hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á LPGA.

Þetta voru þær Madeleine Sheils (70 73 70 73 71); Mariah Stackhouse (72 71 72 70 72) báðar frá Bandaríkjunum og Dottie Ardina frá Filippseyjum.

Dottie Ardina fæddist 1994 á Filippseyjum og er því 22 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára.

Hún vann fjölda áhugamannamóta í Asíu og var fulltrúi Filippseyja í Espirito Santo Trophy (World Amateur Team Championships) árin 2006 og 2010.

Þegar hún tók fyrst þátt í Espirito 2006 var hún aðeins 12 ára, sem gerði hana að yngsta keppanda í World Amateur Team Championships

Ardina gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 4 árum, eða 2013.

Hún hefir spilað í 2. deildinni í bandaríska kvennagolfinu, Symetra Tour, frá árinu 2014.  Besti árangur hennar á Symetra Tour hingað til er T-2 árangur árið 2015 á Four Winds Invitational. Ardina spilaði einnig á LPGA Tour árið 2014.

Það ár vann hún líka Singha-Sat LPGA Championship í Thaílandi.

Ardina var valin til þess að vera fulltrúi Filippseyja á Sumar Ólympíuleikunum í Ríó 2016 – og þó upphaflega hafi verið talið að hún myndi taka þátt kaus hún að gera það ekki vegna hættunnar á smiti vegna Zika vírusins.

Meðal áhugamála Dottie Ardina er að teikna.