Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2017 | 10:00

Asíutúrinn: Prayad Marksaeng sigraði á SMBC Singapore Open

Prayad Marksaeng frá Thaílandi sigraði á SMBC Singapore Open, 8 dögum fyrir 51. afmælisdag sinn.

Hann var á 4 undir pari, 67 höggum lokahringinn og samtals á 9 undi rpari, 275 höggum.

Marksaeng átti 1 högg á þann sem átti titil að verja Song Young Han (69, 276).

Þrír aðrir kylfingar deildu 2. sætinu með Han en það voru Phachara Khongwatmai (71), Juvic Pagunsan (70) og Jbe Kruger (69) frá Suður-Afríku.  Adam Scott, sem um tíma var í 1. sæti varð T-9 á samtals 6 undir pari.

Mótið fór að venju fram í Sentosa golfklúbbnum á Serapong golfvellinum.

Sjá má lokastöðuna á SMBC Singapore Open með því að SMELLA HÉR: