Nýju stúlkurnar á LPGA: Aditi Ashok (30/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.
155 þátttakendur voru að þessu sinni.
Nú hafa 28 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.
Nú næst verða þær sem deildu 24. sætinu, en það voru 3 stúlkur sem allar léku á samtals 2 undir pari, 358 höggum: áhugamaðurinn Bronte Law (75 68 73 70 72); Aditi Ashok frá Indlandi (73 70 71 71 73) og hin danska Nicole Broch Larsen (69 78 66 69 76).
Nicole Broch Larsen hefir þegar verið kynnt og í kvöld er röðin komin að Aditi Ashok.
Aditi Ashok fæddist 29. mars 1998 í Bangalore á Indlandi og er því aðeins 18 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára og pabbi hennar Pandit Gudlamani Ashok er kaddýinn hennar. Hún nam við The Frank Anthony Public School í Bangalore og útskrifaðist 2016. a
Árið 2011 (aðeins 13 ára) sigraði Aditi tvívegis á Hero Professional Tour, sem er kvengolfmótaröðin á Indlandi þ.e. á Leg 1, Hero Professional Tour og Leg 3 (og í bæði skiptin auðvitað sem áhugamaður. )
Aditi hefir verið fulltrúi Indverja Espirito Santo Trophy 2012 og 2014 og eins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Árið 2016 var stórt fyrir Aditi, því auk þess að taka þátt í Ólympíuleikunum sigraði hún tvívegis í röð á LET 2016, þ.e. á Qatar Open (þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var búin að vera í forystu allt mótið) og á Hero Women’s Indian Open.
Ekki kom því á óvart að hún skyldi verða 2. á stigalista LET og vera valin nýliði ársins 2016 í kjölfarið.
Aditi á mörg met. Hún varð sú yngsta og fyrsti Indverjinn til þess að sigra í Lalla Aicha Tour School þegar hún tryggði kortið sitt fyrir 2016 keppnistímabilið. Hún varð einnig yngsti keppandinn til þess að sigra á alþjóða golfmótaröð. Hún er jafnframt fyrsti og eini Indverjinn sem hefir spilað á 1) Asian Youth Games (2013), Youth Olympic Games (2014), Asian Games (2014) og Ólympíuleikunum(2016).
Nú er Aditi aðeins 18 ára komin með takmarkaðan spilarétt á sterkustu kvenmótaröð heims, bandaríska LPGA.
Glæsilegt hjá þessari ungu stúlku!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
