Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Saaniya Sharma (20/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar, Nina Pegova og Chloe Williams.

Allar nema Saaniya Sharma hafa verið kynntar og í dag er það Saaniya Sharma, sem verður kynnt.

Saaniya Sharma fæddist 26. mars 1986 í Chandigarh á Indlandi og er því 30 ára.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 10 árum eða 2007.

Hún hefir aðallega spilað á Hero Women´s Professional Golf Tour á Indlandi óslitið frá frá árinu 2009.

Sjá má viðtal sem var tekin við Saaniyu fyrir Hero Women´s Open í nóvember 2014 í Indlandi, með því að SMELLA HÉR: 

Nú er Saaniya komin með takmarkaðan spilarétt á LET fyrir keppnistímabilið 2017.