Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2017 | 08:08

PGA: Swafford efstur á Career Builders Challenge í hálfleik

Það er Hudson Swafford sem er í forystu í hálfleik á Career Builders Challenge.

Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65).

Í 2. sæti eru Ástralinn Danny Lee og Domenic Bozzelli frá Bandaríkjunum, báðir höggi á eftir Swafford þ.e. á samtals 13 undir pari, hver.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Career Builders Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Career Builders Challenge eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: