GSÍ: Íslenska landsliðið verður í Cross-fatnaði
Golfsamband Íslands og Altis heildverslun hafa samið um að landslið Íslands muni nota Cross golffatnað í keppnum og á ferðum sínum fyrir Íslandshönd til næstu fjögurra ára.
Brynjar Eldon Geirsson, Stefán Garðarsson og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir undirrituðu samninginn í vikunni.
Cross er sænskt golfmerki, hannað fyrir kylfinga síðan 1986. Cross hefur verið í samstarfi við Altis síðastliðin fjögur ár en Altis er meðal annars með verslun í Bæjarhrauni 8.
Þetta er liður í því að kynna vörumerkið Cross á Íslandi, við erum gríðalega stolt og full tilhlökkunar fyrir komandi samvinnu er haft eftir Þórunni Ingu Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóra íþróttasviðs Altis.
„Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta boðið afrekskylfingum sem spila með landsliðum Íslands áfram upp á vandaðan golffatnað sem stenst ýtrustu kröfur. Fjölmargir kylfingar munum spila fyrir hönd Íslands á árinu, þar ber hæst þátttaka okkar í Evrópukeppnum landsliða og einstaklinga auk annarra verkefna. Við hjá Golfsambandinu fögnum samstarfinu við Altis heildverslun og Cross og hlökkum til að kynna nýja fatalínu landsliðsins,“ segir Stefán Garðarsson markaðs-og sölustjóri Golfsambands Íslands.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
