Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2017 | 08:00

Caroline Wozniacki hissa á ummælum Rory

Rory McIlroy tjáði sig um allt milli himins og jarðar í viðtali við Paul Kimmage hjá Irish Independant – allt frá SMS-um sem hann fær um miðja nótt frá Tiger Woods að sambandi sínu við kærustuna Ericu Stoll.

Hér er hluti af því sem Rory sagði um Stoll:

Ég hélt á þeim tíma að það að vera með einhverri sem væri í sömu stöðu og ég væri augljósa svarið. En það er það ekki vegna þess að maður sleppur aldrei frá því. Maður getur aldrei losað sjálfan sig og komið aftur í hversdagsleikann. Það er þess vegna sem mér finnst ég vera á svo góðum stað núna. Mér finnst ekki eins og Erica sé að reyna að breyta mér á neinn hátt. Ég get verið ég sjálfur í kringum hana, án alls rugls, það er enginn leikaraskapur eða sýning.“

Caroline Wozniacki, sem er fyrrum kærasta Rory var spurð um ummæla hans en hún er nú við keppni á Australian Open í tennisnum. Svar hennar birtist í Daily Mirror:

Caroline er nr 17 á heimslistanum í tennisnum um þessar mundir Wozniacki og hún sagði: „Ég sá þetta en ég hef ekkert að segja. Var ég hissa? Já.“

Það (samband okkar) er dautt núna. Það eru komin 3 ár, þannig að ég skil ekki af hverju hann er alltaf að japlast á þessu. Ég sé enga ástæðu til þess.  Hann lítur út fyrir að vera á góðum stað í lífi sínu þannig að hann verður bara að halda áfram.“