Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2017 | 18:32

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-29 e. 2. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissuarson, atvinnukylfingur úr GR, lék annan hring á Red Sea Egyptian Classic mótinu í dag, en mótið er hluti af Pro Golf Tour, mótaröðinni þýsku.

Mótið fer að venju fram í Ain Sokhna í Egyptalandi.

Þórður Rafn er samtals búinn að spila á sléttu pari. 144 höggum (69 75).

Hann fékk 2 fugla 3 skolla og 1 skramba á hringnum í dag.

Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: