Thomas Björn fær að velja 4 kylfinga í Ryder bikarslið Evrópu
Thomas Björn fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2018 fær að velja 4 leikmenn (oft nefnd wildcards á ensku og þýtt „villt kort“ í lélegri íslenskri þýðingu) í Ryder bikars lið Evrópu.
Björn, sem útnefndur var fyrirliði Evrópu í desember s.l. mun væntanlega reyna að ná Ryder bikarnum aftur til Evrópu á Le Golf National í Frakklandi á næsta ári.
Nokkrar nýjar reglur hafa tekið gildi. Nú er lið Evrópu skipað þannig að fyrstu fjórir í liðið eru þeir sem efstir eru á stigalista Evrópu og síðan 4 efstu á heimslistanum. Síðan fær Björn að velja 4 leikmenn.
Björn er ánægður með að hafa meira að segja um hvernig lið hans er samsett en hann sagði m.a.: „Ég er mjög ánægður með að mótanefndin hefir sett þessar reglur sem ég tel að muni verulega koma evrópska Ryder bikarsliðinu vel 2018 án þess að gera lítið úr styrkleika eða mikilvægi Evróputúrsins.“
Vonandi er aðeins að 12 bestu kylfingar álfunnar keppi fyrir Evrópu hönd að ári!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
