Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2017 | 12:00

Thomas Björn fær að velja 4 kylfinga í Ryder bikarslið Evrópu

Thomas Björn fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2018 fær að velja 4 leikmenn (oft nefnd wildcards á ensku og þýtt „villt kort“ í lélegri íslenskri þýðingu) í Ryder bikars lið Evrópu.

Björn, sem útnefndur var fyrirliði Evrópu í desember s.l. mun væntanlega reyna að ná Ryder bikarnum aftur til Evrópu á Le Golf National í Frakklandi á næsta ári.

Nokkrar nýjar reglur hafa tekið gildi.  Nú er lið Evrópu skipað þannig að fyrstu fjórir í liðið eru þeir sem efstir eru á stigalista Evrópu og síðan 4 efstu á heimslistanum. Síðan fær Björn að velja 4 leikmenn.

Björn er ánægður með að hafa meira að segja um hvernig lið hans er samsett en hann sagði m.a.: „Ég er mjög ánægður með að mótanefndin hefir sett þessar reglur sem ég tel að muni verulega koma evrópska Ryder bikarsliðinu vel 2018 án þess að gera lítið úr styrkleika eða mikilvægi Evróputúrsins.“

Vonandi er aðeins að 12 bestu kylfingar álfunnar keppi fyrir Evrópu hönd að ári!