Lydia Ko vill jöfn laun karla og kvenna í golfi
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, hefir sagt í viðtali að hún vildi að gríðarlegt bil milli launa (verðlaunafjár) karla og kvenna í mótum í golfinu myndi minnka.
„Vonandi verða (launin) jöfn, einn daginn,“ sagði Ko í viðtali við AFP (Agence France Presse) og sagði að félagar hennar á LPGA hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í að minnka launabilið í þessari íþróttagrein, þar sem alltaf er vonast eftir að kvenkylfingum fari fjölgandi.
„Eitt af hlutverkum okkar er augljóslega að spila frábært golf, en einnig að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Ko í símaviðtali frá heimili sínu í Flórida, en þar staðfesti hún m.a. að hún muni taka þátt í hinu $1.5 milljóna HSBC Women’s Champions í Singapúr í marsbyrjun eða nánar tiltekið 2. mars.
Ko verður 20 ára í apríl og var yngsti kylfingurinn – hvort heldur er karl eða kona – til þess að verða nr. 1 á heimslistanum, þegar henni tókst það fyrir 2 árum.
Hún er einnig sú yngsta til þess að sigra á risamóti en það tókst henni á Evian Championship árið 2015, 18 ára. Hún er þegar fyrir 20 ára aldurinn kominn með annan risamótssigur í beltið þ.e. árið 2016 á ANA Inspiration, en vegna $6 milljónanna sem hún vann sér inn á sl. ári er hún meðal 50 hæst launuðu kylfinga heims skv. Golf Digest Magazine og ….. eina konan.
Hún er í 44. sæti, tveimur sætum neðar en bandaríski kylfingurinn William McGirt, sem aðeins hefir sigrað 1 sinni á 10 árum á bandaríska PGA túrnum.
„Með því að vera á túrnum og sýna hæfileika okkar getum við fengið íþróttina til að vaxa og náð einn góðan veðurdag fram jafnræði milli karla og kvenna,“ sagði hin unga Ko.
Tennis er dæmi um íþróttagrein þar sem nýlega var samþykkt algert jafnræði í verðlaunafé karla og kvenna á risamótum, en það er en langt í land að svo sé í golfinu.
T.a.m. fékk Henrik Stenson á síðasta ári $1.4 milljónir fyrir sigur á Opna breska meðan verðlaunafé Ariyu Jutanugarn í sambærilegu risamóti kvenna var 3,5 sinnum lægra, eða um $400,000.
Ko stefnir nú að Grand Slam á ferli sínum; sem táningi hefir henni þegar tekist að sigra á 2 af 5 risamótum kvennagolfsins og hún stefnir að því að sigra öll hin 3 risamótin, en það myndi koma henni í félasskap golfgoðsagna á borð við Annika Sörenstam og Tiger Woods.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
