Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Jennifer Coleman (26/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim.

Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum.

Allar framangreindar hafa nú verið kynntar nema Jenny Coleman og verður hún kynnt í kvöld.

Jenny Coleman fæddist 26. ágúst 1992 í Torrance, Kaliforníu og er því 24 ára.  Hún er dóttir Colin og Barböru Coleman og á tvíburasystur sem heitir Kristin og er líka á LPGA.

Golftvíburarnir Jenny og Kristin

Golftvíburarnir Jenny og Kristin

Jenny býr í Rolling Hills Estate í Kaliforníu.

Jenny var í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með skólaliði University of Colorado. Sjá má um afrek Jenny Coleman í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR. 

Henni finnst gaman að matreiða og spila tennis og sagði á háskólaárum sínum að markmið sitt væri að verða atvinnukylfingur, sem hún er nú orðin.

Jenny hefir gerst svo fræg að hitta Donald Trump á velli hans í Los Angeles og meðan Arnold Palmer var á lífi hitti hún hann í Rolling Hills Country klúbbi hans.

Kynnast má Jenny nánar m.a. með því að lesa viðtal LPGA við hana frá því í ágúst á síðasta ári, 2016, en sjá má viðtalið með því að  SMELLA HÉR: