Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2017 | 07:00

PGA: Justin Thomas sigraði á Sony Open – Hápunktar 4. dags

Það kemur víst fæstum á óvart að það var Justin Thomas sem stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open.

Hann lék á samtals á 27 undir pari, 253 höggum (59 64 65 65), sem er sögulegt met eftir hvern hring, en Thomas var í forystu allt mótið.

Í 2. sæti varð Justin Rose, 7 höggum á eftir nafna sínum, eða á samtals 20 undir pari og í 3. sæti varð síðan Jordan Spieth á samtals 19 undir pari.  Kevin Kisner og Jamie Lovemark deildu síðan 4. sætinu á samtals 18 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta Sony Open SMELLIÐ HÉR: