Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2017 | 13:15

Evróputúrinn: Graeme Storm sigraði e. bráðabana v/ Rory á BMW SA Open

Það var  Graeme Storm sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW SA Open.

Hann lék líkt og Rory McIlroy á samtals 18 undir pari, 270 höggum; Storm (69 63 67 71) og Rory (67 68 67 68).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Storm og Rory og þar hafði Storm betur. Fyrst var par-4 18. holan spiluð að nýju og þar var allt í járnum eftir 1. umferð, en báðir fengu þeir Rory og Graeme Storm par á holuna.

Svo var 4. par 18. holan spilað að nýju og enn hélt taugstríðið áfram – báðir á pari.

Í 3. umferð var það síðan Storm sem hafði betur, rétt missti fuglapútt meðan Rory missti par-pútt og átti ekki sjéns í sigur: Sigurvegari:Graeme Storm.

Í 3. sæti varð Englendingurinn Jordan Smith á samtals 17 undir pari, þ.e. aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Fram til dagsins í dag hafði Graeme Storm aldrei spilað við Rory – nú í dag spilaði hann til úrslita í móti … á móti sjálfum nr. 2 á heimslistanum (Rory McIlroy) …. og hafði betur.

Sjá má lokastöðuna á BMW SA Open með því að SMELLA HÉR: