Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2017 | 11:00

PGA: Justin Thomas í forystu á Sony Open e. 2. dag

Justin Thomas leiðir á Sony Open í hálfleik og ekki nóg með það, hann er búinn að setja enn eitt metið; er á besta skorinu e. 36 holur í mótinu.

Thomas er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 123 högg (59 64).

Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Justin Thomas er Gary Woodland á samtals 12 undir pari, 128 höggum (64 64) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Zach Johnson, Justin Rose og Hudson Swafford; allir á samtals 10 undir pari, hver.

Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Sony Open e. 2. dag með því að SMELLA HÉR: