Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Storm leiðir í hálfleik á SA Open – Hápunktar 2. dags

Það er Englendingurinn Graeme Storm sem leiðir eftir 2. keppnisdag á BMW SA Open.

Hann jafnaði vallarmetið á 2. hring, kom í hús á 63 höggum.

Samtals er hann búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (69 63).

Í 2. sæti eru heimamennirnir Jbe Kruger og Trevor Fisher Jnr og Titleist erfinginn Peter Uihlein, allir 2 höggum á eftir.

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á SA Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á SA Open SMELLIÐ HÉR: