Birgir Albertsson Sanders
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Albertsson Sanders og Mark O´Meara – 13. janúar 2017

Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Birgir Albertsson Sanders og Mark O´Meara.

Birgir Albertsson er fæddur 13. janúar 1967 og á því 50 ára merkisafmæli.Birgir er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

Birgir Albertsson Sanders

Birgir Albertsson Sanders

Birgir Albertsson (Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!!)

Mark O´Meara

Mark O´Meara

Hinn afmæliskylfingurinn er Mark O´Meara en hann er fæddur 13. janúar 1957 í Goldsboro N-Karólínu og á því 60 ára merkisafmæli. Á ferli sínum hefir O´Meara sigrað í 34 mótum þar af í 16 mótum á PGA Tour og 4 á Evrópumótaröðinni.  Segja má að árið 1998 hafi verið ár O´Meara en þá sigraði hann bæði í Masters og Opna breska risamótunum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Siggi Óli (49 ára); Baldur Ólafsson, 13. janúar 1969 (48 ára); Jóhann P. Kristbjörnsson, 13. janúar 1969 (48 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (39 ára);  Guðjón Frímann Þórunnarson, 13. janúar 1981 (36 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (35 ára) ….. og ….. Gunnar Gunnarsson

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is