Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Lauren Kim (22/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Nú hafa 20 stúlkur verið kynntar sem rétt sluppu inn á LPGA og eru með takmarkaðan keppnisrétt 2017.

Í gær var byrjað að kynna þær sem voru jafnar í 29. sæti en það eru: Jenny Coleman; Emily Tubert; Brittany Benvenuto; Daniela Darquea; Mina Harigae og Lauren Kim.

Þær léku allar á samtals sléttu pari, 360 höggum

Byrjað var á  að kynna Minu Harigae, en í kvöld verður Lauren Kim kynnt

Lauren Jinah Kim fæddist í New Haven, Conneticut; dóttir hjónanna Alex og Soo Kim og á tvö systkini Drew og Caris.

Lauren Kim lék þegar golf í Los Altos menntaskólanum í Kaliforníu.

Síðan var Lauren í  4 ár í bandaríska háskolgolfinu (2012-2016) og lék með golfliði Stanford háskólans, líkt og Tiger og Michelle Wie og er í rauninni nýútskrifuð, en þegar komin með takmarkaðan spilarétt á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA.

Sjá má afrek Lauren Kim með Stanford í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má kynningarmyndskeið með Lauren Kim með því að SMELLA HÉR: 

Loks mætti nefna að meðal áhugamála Lauren Kim er hlaupa, verða í jóga, á skíðum, á snjóbretti og að ferðast.