4 kylfingar meðal 9 best launuðu íþróttamanna heims 2016
Fjórir kylfingar eru meðal 9 best launuðu íþróttamanna ársins 2016.
Menn sem unnu könnun við London School of Marketing hafa tekið saman lista yfir best launuðu íþróttmenn heims 2016, með hliðsjón af allskyns auglýsingasamningum, sem þeir síðarnefndu hafa gert.
17-faldur Grand Slam sigurvegarinn Roger Federer var á toppi listans með næstum £50milljónir punda í tekjur utan vallar á síðasta ári.
Fimmfaldur risamótameistari, Phil Mickelson var sá af kylfingunum, sem var tekjuhæstur og í 3. sæti, en hann var með £41milljóna auglýsingasamning (5 milljarða 740 milljónir íslenskra króna), 2016, við Callaway, Amgen, Barclays, Exxon, KPMG og Rolex.
Þessi elskaði kylfingur af golfáhangendum, Phil Mickelson var því meðal tekjuhæstu íþróttamanna 2016.
Þrátt fyrir að hafa einungis spilað 4 hringi í keppnisgolfi þá er Tiger Woods 4. tekjuhæsti íþróttamaðurinn 2016, en hann var með £36.9milljónir (5 milljarða 166 miljóna íslenskra króna) í auglýsingasamninga frá Nike, Rolex, Upper Deck og Hero Motocorp.
Jacques De Cock, kennari við London School of Marketing, sagði m.a.: „Tiger Woods er (eða var) sérstakur vegna þess að hann var á samningi hjá Nike Golf og í raun hryggstykki þess. Styrkir og auglýsingasamningar til hans snúast meira um persónu hans en frammistöðu hans á golfvellinum.“
„Tiger Woods lýsir sjálfum sér sem alþjóðlegum, þar sem uppruni hans tekur til margra landa og gefur honum alþjóðlegt aðdráttarafl í íþróttagrein þar sem hvítir menn eru ráðandi. Markaðsaðdráttarafl hans mun lifa íþróttaafrek hans sem eru stórkostleg á allan hátt.“
Rory McIlroy er eini Bretin á topp-10 listanum en rannsóknarmennirnir mátu auglýsingasamninga hans á i £29milljónir (4 milljarða 60 milljónir íslenskra króna), sem gerir hann að 6. hæst launaða íþróttamann heims.
En fyrir utan að vera með £28.7milljónir (4 milljarða 18 milljónir) í auglýsingasamninga þá sigraði Rory líka hinn eftirsótta $10milljón dollara (1 milljarða 140 milljóna íslenskra króna) FedEx bikar 2016.
Jordan Spieth var í 9. sæti með £26.2milljónir í auglýsingasamninga við Netjets, Titleist, AT&T, Coke, Rolex og Under Armour.
Skv. könnuninni sem London School of Marketing gerði er golf 3. hæst launaða íþróttagreinin, þar sem styrkir og auglýsingasamningar koma að 75% hluta frá styrktaraðilum.
Mestu tekjurnar voru í krikkett eða 81%, sem kom frá styrktaraðilum og tennis var í 2. sæti en þar var íþróttagreinin styrkt að 78% hluta af styrktaraðilum og auglýsendum.
Jacques de Cock sagði:„Efstu 100 íþróttamennirnir hafa unnið sér inn u.þ.b. £2.6 billjónir punda (364 billjónir íslenskra króna) á síðasta ári (2016).“
Auglýsingatekjurnar koma einkum inn vegna samkeppni meðal fataframleiðenda.
„Aðalíþróttamerkin eru Nike, sem er með 51 stjörnur á samningi, Adidas sem er með 12 stjörnur á sínum snærum og Under Armour sem er með 11. Önnur merki s.s. Reebok, Puma og New Balance eru með nokkrar stjörnur.“
„Karlíþróttamenn gnæfa yfir öllu e.t.v. vegna þess að þeir bjóða auglýsendum, sem vilja komast á hinn hefðbundna illt í náanlega karlmarkað, ýmsa kosti og yfirburði.“
„Áhangendur hafa tilhneigingu til þess að kaupa íþróttafatnað og útbúnað sem er grundvallaður á því hvað lykilíþróttamennirnir eru í, sem skýrir það af hverju auglýsingasamningar eru svona stór hluti af tekjum í krikkett, tennis og golfi.„
Hér má sjá lista yfir 10 best launuðu íþróttamenn ársins 2016:
1 Roger Federer Sviss Tennis 49.2 milljónir punda (6 milljarðar 888 milljónir íslenskra króna)
2 LeBron James Bandaríkin Karfa 44.3 milljónir punda (6 milljarðar 202 milljónir íslenskra króna)
3 Phil Mickelson Bandaríkin Golf 41 milljónir punda (5 milljarðar 740 milljónir íslenskra króna)
4 Tiger Woods Bandaríkin Golf 36.9milljónir punda (5 milljarðar 166 miljónir íslenskra króna)
5 Kevin Durant Bandaríkin Karfa 29.5 milljónir punda (4 milljarðar 130 milljónir íslenskra króna)
6 Rory McIlroy N-Írland Golf 29 milljónir punda (4 milljarða 60 milljónir íslenskra króna)
7 Novak Djokovic Serbía Tennis 27,9 milljónir punda (3 milljarðar 906 milljónir íslenskra króna)
8 Cristiano Ronaldo Portugal Fótbolti 26,2 milljónir punda (3 milljarðar 668 milljónir íslenskra króna)
9 Jordan Spieth Bandaríkin Golf 26.2 milljónir punda (3 milljarðar 668 milljónir íslenskra króna)
10 Rafael Nadal Spánn Tennis 26.2 milljónir punda (3 milljarðar 668 milljónir íslenskra króna)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
