Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 07:00

Golfútbúnaður: „Spieth One“ nýir golfskór frá Under Armour

S.l. þriðjudag tilkynnti Jordan Spieth að Under Armour muni hefja framleiðslu á golfskó sem bera mun heitið „Spieth One.“

Spieth tvítaði þriðjudagskvöldið og sagðist myndu ferðast til Tokyo og Korea í næstu viku til þess að kynna framleiðsluvöruna.

„Ég er spenntur fyrir skuldbindingu Under Armour’s að leyfa mér að taka þátt í þessu með þeim og breiða vöruna út um allan heim,“sagði hann á blaðamannafundinum fyrir Sony Open, sem hefst í dag á Hawaii.

Í fyrra, 2016, var Spieth í Drive One golfskó Under Armour.

Í júlí var hann í „smart“ (þ.e. klárum) skóm sem voru sérhannaðir af Under Armour fyrir hann. Skórnir töldu m.a. skref hans og gáfu upplýsingar um heilsufar hans á golfhring.

Næsta mót sem Jordan Spieth tekur þátt í er Waste Management Phoenix Open n.k. febrúar.