Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2017 | 12:45

Golfútbúnaður: Daly m/milljónasaming og mun nota Vertical Groove Golf dræver

John Daly skrifaði nú á dögunum undir margra milljóna dollara samning til margra ára við  Vertical Groove Golf.

Það sem Daly kemur m.a. til með að nota dræver golfkylfuframleiðandans.

Mér finnst ég vera að slá 8-10 yördum lengur( 2,5-3,5 metrum lengur)“ sagði hinn 50 ára Daly, ánægður með nýja Vertical Groove Golf dræverinn sinn.

Daly kom fram á Twitter og sagði m.a. í myndskeið sem þar er: Ég hef verið að slá með þessum dræver í mánuð núna. Þessar grópir, ég segi það satt, munu hjálpa ykkur að ná 35-40% beinni höggum og þið gætuð slegið lengra með honum.“

Af öllum drævurunum, sem ég hef prófað þá er ég að slá 8-10 yördum (2,5 -3.5 metrum) lengra með þessum.“

Þessi 450cc Vertical Groove Golf dræver, er sem stendur einungis fáanlegur á Bandaríkjamarkaði og kostar $399.99 (u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur) og hægt er að velja um 9.5°, 10.5° og 12° loft og eins er dræverinn útbúinn Aldila NV2K sköftum, og fáanlegur bæði fyrir rétt-og örvhenta.