Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2017 | 07:00

PGA: Justin Thomas sigraði á Kapalua – Hápunktar 4. dags TOC

Það var Justin Thomas, sem stóð uppi sem sigurvegari á SBS Tournament of Champions.

Justin lék á samtals 22 undir pari, 270 höggum (67 67 67 69).

Í 2. sæti varð Hideki Matsuyama, 3 höggum á eftir Justin á samtals 19 undir pari, 273 höggum (69 68 66 70).

Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu; þeir Jordan Spieth, Ryan Moore og Pat Perez, allir á 16 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á SBS Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á SBS Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: