Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2017 | 10:00

Carly Booth gerir samning við Cobra Puma Golf

Hin 24 ára Carly Booth sem spilar á LET hefir gert golfútbúnaðarsamning við Cobra Puma Golf.

Hún er með marga fylgjendur á félagsmiðlunum; þ.e. meira en 32,000 fylgjendur á Twitter, og næstum 56,000 á Instagram.

Booth, sem var áður hjá Nike, mun vera í golfskóm frá Puma og í klæðnaði og  aukahlutum úr nýjustu PUMA línunni ,en kylfurnar hennar eru frá Cobra, frá og með næsta LET keppnistímbili.

Carly Booth í Puma golffatnaði

Carly Booth í Puma golffatnaði

Carly skaust fram á sjónarsviðið aðeins 12 ára, og var farin að keppa í fyrsta móti sínum Opna skoska 14 ára, þar sem hún náði þeim frábæra árangri að landa 13. sætinu.

Hún var nr. 1 kylfingur í Evrópu í unglingaflokki eftir að sigra á European Junior Masters árið 2007, en sama ár vann hún bæði U18 og U21 titlana í Skotlandi.

Árið  2008 varð hún sú yngsta til þess að keppa fyrir Breta&Íra í Curtis Cup aðeins 15 ára.

Carly Booth

Carly Booth

Í pokanum hjá Carly eru eftirfarandi kylfur:
Dræver: KING LTD | Ozik WhiteTie | 11.5° Stiff

4-5 tré: KING LTD 17.5° | Aldila Rogue Black

Utility-kylfa:KING UTILITY 20°| Aldila Rogue Black

Járn:KING FORGED TEC irons 4-PW | MODUS 120 X Shafts

Fleygjárn: KING VERSATILE WEDGES | 50°, 55°, 60°