PGA: Skemmtisögur af árinu 2016 (2/2)
Hér á eftir verður getið seinni helmings 6 sagna, sem bera heitið Tales from the Tour“ frá árinu 2016 og eru um skemmtilega atburði á PGA mótaröðinni bandarísku.
Nr. 4
Bob Ford er einn af virtustu golfkennurum Bandaríkjanna en hann hefir verið við stjórnvölinn í Oakmont Country Club og um veturna kennir hann í Suður-Flórída í Seminole Golf Club. Hann dró sig í hlé sem framkvæmdastjóri í golfklúbb aðeins nokkrum mánuðum eftir að í klúbbnum var fór í 9. sinn fram Opna bandarískarisamótið.
Sjálfur er Ford ágætis kylfingur, náði m.a. niðurskurði í 2 Opnum bandarískum risamótum þ.á.m. í Oakmont 1983, þannig að hann reyndi enn einu sinni fyrir sér. Hann gerði það án nokkurra sambanda.
Yfirgolfkennarinn á golfstaðnum þar sem risamót eru haldin kemst inn á lokaúrtökumót fyrir risamót. Ford lét hins vegar eftirmanni sínum, Devin Gee, eftir öruggt sæti sitt í risamótinu en fór á 1. stigs úrtökumót. Hann komst ekki í gegnum það og djókaði með það síðan að sig langaði ekkert að spila á Oakmont.
En þá var svo að leikmenn voru í oddatölu þ.e. þeir sem komust gegnum niðurskurð á Opna bandaríska; Justin Hicks spilaði lokahringinn einn með óþekktum leikmanni sem venjulegast er aðlgolfkennarinn á staðnum, þar sem mótin fara fram. Þetta hefði verið hinn fullkomna kveðjugjöf til Ford; nema hann lét Gee fá sætið sitt.
Nr. 5
Daginn eftir Opna bandaríska keyrði Arnold Palmer golfbíl sínum í bakgarð við skrifstofu sína í Latrobe, Pennsylvaníu. Þetta hafði verið erfitt ár. Palmer neitaði að koma fram á blaðamannafundi eða koma fram í sjónvarpsviðtali á Bay Hill, en gaf hins vegar NBC viðtal. Þetta var í fyrsta skipti sem hann tók ekki heiðursupphafshögg Masters mánuðnum þar á eftir. En hann var skarpur þennan daginn. Dustin Johnson hafði unnið Opna bandaríska, ekki vitandi hvort bandaríska golfsambandið ætlaði að refsa honum og láta hann fá vítahögg fyrir að hafa meint greyft boltann á 5. flöt.
„Hvað fannst þér um Opna bandaríska?“ spurði Palme.
„Áhugavert„var svarið.
Palmer brosti eins og hann gerði alltaf og kom sér beint að efninu.
„Bandaríska golfsambandið varð virkilega á í messunni í þessu (golfregluklúðri)?“ spurði Palmer.
Nr. 6
Á golfstuttermabol Jim Herman er enn lógó þess manns, þ.e. frægs viðskiptajöfurs, sem sá nógu mikið efni á ferð það sem Herman var til þess að bakka hann upp fjárhagslega til þess að koma honum á PGA Tour.
Herman er enn með lógó Donald Trump bandaríkjaforseta á bol sínum.
Þetta lógó sem er TRUMP í hástöfum hlaut mikla athygli sérstaklega þegar Trump var forsetaframbjóðandi. Þannig að þegar Herman kom á Bay Hill í mars, þá hafði hann í stað stafanna golfmerki Trumps, sem erfitt er að lesa á nema í nánustu nánd.
Herman vann í fyrsta skipti tveimur vikum síðar í Houston.
Í lok árs var Trump kjörinn forseti og Herman var að skila af sér besta keppnistímabili sínu. Þá voru komin 10 ár frá því að Herman var aðstoðarkennari í Trump National í Bedminster, New Jersey, þegar yfirkennarinn sagði að hann myndi fá tækifæri til að spila við yfirmann sinn. Herman varð síðan fastur spilafélagi Trump og Trump var mesti stuðningsmaður hans.
En á lokamótinu það árið var Herman ekki lengur með Trump lógó-ið á bol sínum.
„Við erum með nýtt fatafyrirtæki og þeir hafa ekki haft tíma til að setja klúbbmerkið á,“ sagði Herman brosandi. „Það er þó enn á pokanum mínum. Ég veit að ég á eftir að gera eitthvað alveg frábært í þessari viku og ég fæ fjölmiðlaathygli og fæ símhringinguna með spurninguna um lógóið.“
Herman varð T-13 í mótinu og gat þannig forðast athygli og símtalið!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
