Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2016 | 14:45

Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra tryggir sér öruggt sæti á LET!!! Stórglæsilegt!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var æðisleg á lokahringnum á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammstafað LET) og er hún komin á þessa næststerkustu kvenmótaröð heims með FULLAN keppnisrétt.

Eigum við flotta íslenska kvenkylfinga eða hvað?

Tvær með stuttu millibili komnar með FULLAN keppnisrétt á tvær sterkustu kvenmótaraðir heims!!!

Já, við Íslendingar getum svo sannarlega verið stolt af kylfingunum okkar og reyndar íþróttamönnum okkar almennt líka ef litið er heilt yfir árið 2016.

En aftur að Valdísi Þóru.

Hún lék lokahringinn í dag á 4 undir pari, 68 höggum – var með 5 fugla og 1 skolla á lokahringnum.

Samtals var lokaskor Valdísar Þóru 15 undir pari, 345 högg (72 71 69 65 68).

Niðurstaðan: Valdís Þóra er komin á Evrópumótaröð kvenna; Við eigum orðið 3 kvenkylfinga sem spilað hafa á þessari næststerkustu kvenmótaröð heims, en á undan Valdísi Þóru hafa Ólöf María Jónsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GL, keppt á LET.

Sjá má tvít GSÍ frá lokahringnum á lokaúrtökumóti LET með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti LET með því að SMELLA HÉR: