Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2016 | 09:00

Spieth ætlar að einbeita sér að því að bæta járnaspilið 2017

Keppnistímabilið 2017 er búið að vera risjótt hjá bandaríska kylfingnum Jordan Spieth.

Hann vann í 3 mótum og átti sinn þátt í sigri liðs bandaríkjanna í Ryder bikarnum.

Ekki slæmur árangur þetta en skv. Spieth er þetta minna en meðalgott ár.  Hann getur ekki beðið eftir að snúa við blaðinu á árinu sem er að koma, 2017 og þegar hann gerir það ætlar hann að bæta spil sitt með kylfunum sem eru í miðjunni á poka hans.

Spieth sigraði bæði á Tournament of Champions og Opna ástralska (ens.: Australian Open) og eins vann hann sigur fyrir framan fullt af áhangendum sínum á  Dean & DeLuca Invitational.

En hann lét 2. Masters sigurinn sér úr greipum renna – sögulegt tækifæri á að verða sá yngsti sem sigrar á 2 Masters mótum tvö ár í röð.

Honum mistókst líka að vera í forystu á hinum 3 risamótunum.

Og á blaðamannafundi þar sem til umræðu voru fyrstu mótin 2017, m.a. á Kapalua á Hawaii sagði Spieth að hann vonist eftir að bæta spil sitt með járnum, sem hann notar í stutta spilinu.

Það er með þeim járnum sem maður skorar. Af fjarlægðinni 125 til 175 yarda (114 – 160 metrum). Það var á því bili sem ég var stöðugur 2015 og síðan var það þessi partur sem lét undan síga á síðasta keppnistímabili. Ég var bara ekki góður með fleygjárnunum mínum, 9- 8- og 7-járnunum mínum,  sérstaklega á styttri par-3 brautunum.“

Og tölfræðin bakkar þessi orð Spieth upp.  Árið 2016 féll Speith úr 22. sætinu í það 47. varðandi unnin högg af fjarlægðinni 125 -150 yardar (þ.e.114 -137 metrum) og hann féll líka í tölfræðinni úr 34. sætinu í 101. sætið varðandi unnin högg af fjarlægðinni 150 -175 yarda (137-160 metrum).

Þ.a.l. eygir Spieth „mikið svigrúm til bætinga“ á árinu 2017.

En nú næstu daga ætlar hann að einbeita sér að því að ferðast til nyrðri hluta Bandaríkjanna og heimsækja bróður sinn, Steven, sem spilar körfubolta með háskólaliði sínu Brown University.

Hann er búinn að eiga frábært keppnistímabil,“ sagði Jordan Spieth, stoltur af bróður sínum. „Það getur verið að við munum keppa við hvorn annan í körfu og það verði tekið upp. Ég er byrjaður að æfa í æfingasal og tek 1000 skot á dag á körfuna þannig að ég verði mér ekki til skammar í þessari keppni okkar bræðra.