Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Photo: Valdís Þóra
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2016 | 15:10

Lokaúrtökumót LET: Valdís Þóra á glæsilegum 65 höggum á 4. degi og T-4!!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék á stórglæsilegum 65 höggum í dag á lokaúrtökumóti LET.

Samtals er Valdís Þóra búin að spila á 11 undir pari, 277 höggum (72 71 69 65) en hún deilir þegar þetta er ritað (kl. 15:00 að íslenskum tíma) 4. sætinu með Agathe Sauzon frá Frakklandi.

Örfáar eiga eftir að ljúka leik og ólíklegt annað en að Valdís Þóra verði a.m.k. meðal efstu 5.

Með þessu hefir Valdís Þóra gulltryggt sér þátttökurétt til að spila á lokahringnum á lokaúrtökumótinu, en skorið var niður í dag og aðeins efstu 60 fá að spila á morgun.

Af þeim 60 tryggja efstu 30 sér á morgun fullan þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna, en við Íslendingar höfum aðeins átt tvo kvenkylfinga á mótaröð þeirra bestu í Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili í Hafnarfirði og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Vonandi að Valdís Þóra bætist í hóp þeirra Ólafar og Ólafíu.

Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumóti LET eftir 4. dag  SMELLIÐ HÉR:

Til þess að renna enn einu sinni yfir tvít Golfsambands Íslands um frammistöðu Valdísar Þóru  SMELLIÐ HÉR: